Hvað heitir þú? Ragnar Bollason

Hvað ertu gamall/gömul? 24 ára

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Loft

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? O’hara lögregluþjón

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Að hann sé handritshöfundur eins og ég.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Er nokkuð góður í eftirhermum.

Ragnar Bollason

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Frá því að ég man eftir mér.

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, já margoft t.d. Í Fiðlaranum á þakinu, Klaufar og Kóngsdættur, Lína Langsokkur o.fl.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Ég fór á litlu Hryllingsbúðina einhvertíman þegar ég var yngri og eftir þá sýningu ákvað ég ,,Þetta er eitthvað sem mig langar að gera” svo er ég búinn að vera í leiklist alveg frá því að ég man eftir mér.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Ég held að ég vilji nú ekki verða mikið ,,stærri” heldur en ég er núna, en ætli það verði ekki eitthvað list-tengt.

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Viskí

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Örugglega Daði sem leikur Mortimer hann er eitthvað svo stressaður þarna upp á sviðinu að það hlýtur að vera hann ef ekki hann þá er það þessi þýska þarna sem er alltaf að stela öllu.

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s