Hvað heitir þú? Ég heiti Hjálmar, kallaður Hjalli.
Hvað ertu gamall/gömul? Alveg nógu gamall.
Hvað fékkstu þér í morgunmat? Tesopa og blúndubollur
Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Jack Brophy, verkefnastjóra í lögreglunni.
Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hann er svo einfaldur, en samt svo flókinn.

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Leyndó! Næsta spurning.
Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Allt of lengi.
Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, síðan 2001
Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Ég var alltaf settur í aðalhlutverkin í skólaleikritunum
Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Lítill
Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Ég keypti mér spurningahefti
Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Geirþrúður er fingralöng
Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!
Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.