Hvað heitir þú? Inga María Ellertsdóttir.

Hvað ertu gamall/gömul? 38, nálgast 39 óðfluga.

Hvað fékkstu þér í morgunmat? Í 1. Morgunmat; Jógúrt með cheerios ásamt kaffibolla, vítamín og vatnsglas. Í 2. Morgunmat; glas af mjólk, nokkrar kexkökur og meira vatn.

Hvern leikur þú í leikritinu Blúndur og blásýra? Ég leik Abby Brewster.

Hvað finnst þér skemmtilegast við karakterinn þinn? Hún drepur fólk og fær að komast upp með það. Vildi að lífið væri svona einfalt í raunveruleikanum… Elska líka fötin hennar!

Inga María

Hefurðu einhvern leyndan hæfileika, og hver er hann? Ef ég segi ykkur það þá er hann ekki leyndur lengur…

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi? Nokkurnveginn alla mína ævi ,með misgóðum árangri…

Hefurðu starfað með Freyvangsleikhúsinu áður? Já, þetta er mitt 7. Skipti hjá Freyvangsleikhúsinu.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist? Eilífðardraumur um frægð og frama með dass af athyglissýki og gríðarlegri ánægju af því að koma fram og skemmta fólki.

Hvað viltu verða þegar þú verður „stór“? Alveg ofboðslega frægur!

Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér? Óákveðinn zebrahest! (Djók, örugglega bara nammi.)

Og að lokum…. Af öllum mótleikurum þínum, hver heldurðu að hafi stolið kökunni úr krúsinni í gær? Hann Gunni stal kökunni úr krúsinni í gær!

Miðasala fyrir Blúndur og blásýru í Freyvangi er opin!

Hægt er að panta miða á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-17 alla virka daga.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s