Kæru vinir og félagar.
Í gærkvöldi frumsýndum við Blúndur og blásýru við alveg hreint frábærar viðtökur.
Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum og fannst okkur sem að þakið ætlaði af húsinu af hlátrasköllunum. Eftir 7 vikna ferli með yndislegum hóp er þetta bráðskemmtilega leikrit loksins komið í sýningu og er hópurinn okkar uppfullur af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda. Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.

Það eru en þá lausir miðar á sýninguna hjá okkur í kvöld sem og næstu helgar. Hægt er að panta miða í síma 857 5598 og á tix.is.
Takk fyrir kærlega fyrir okkur.
Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.