Það er mikil tilhlökkun hjá okkur í dag en gamanleikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannell verður frumsýnt kl. 20 í kvöld!
Margar hendur vinna létt verk og það er mjög kraftmikill hópur sem kemur að sýningunni, hvort sem á sviði eða utan þess og mikil gleði hefur ríkt í húsinu á þessu ferli og það er alltaf jafn ótrúlegt hvað flottur hópur getur áorkað miklu á stuttum tíma. En nú er komið að frumsýningu og hlakkar hópinn mikið til að skila árangri síðustu vikna til áhorfenda og leyfa öðrum að njóta.
Poj-poj! Tu-tu! og þrefalt húrra!
Hittumst heil, í leikhúsinu okkar.
Miðasalan er í fullum gangi, hægt er að panta miða í síma 857 5598 og á tix.is