Laugardaginn 14. mars verður hin reglubundna Minningarsýning leikfélagsins, en þar heiðrum við þá félaga okkar sem eru fallnir frá.
Öll innkoman af sýningunni rennur í sérstakan sjóð í eigu Freyvangsleikhússins og er sjóðurinn ætlaður til að styðja við félaga sem kjósa að mennta sig á námskeiðum tengdum sviðslistum og eflum við þannig starf félagsins.
Hlökkum til að sjá sem flesta til að minnast með okkur þessa góða fólks og styrkja arfleið þeirra í leikhúsinu.
Hægt er að nálgast miða í síma 857-5598 og á tix.is.
