Gildandi takmarkanir í samkomubanni varðandi sviðslist, tónlist og kvikmyndatökur hljóða svo:

„Heimilt er að hafa allt að 50 einstaklinga á sviði og 100 gesti í hverju rými á viðburðum að því gefnu að allir gestir sitji í númeruðum sætum sem skráð eru á nafn. Gestir eiga að nota andlitsgrímu.“

covid.is

Við hjá Freyvangsleikhúsinu erum fegin að geta haldið starfsemi okkar og sýningum á Dagbók Önnu Frank áfram þrátt fyrir hertar aðgerðir, en við setjum okkur engu að síður strangari reglur og aðgerðir til að viðhalda starfsemi í húsinu.

Við erum með takmarkaðan miðafjölda í boði fyrir hverja sýningu og seljum við í innan við helming sæta miðað við það sem salurinn rúmar undir venjulegum kringumstæðum.

Sætin okkar hafa verið númeruð og mun miðasala raða gestum í sæti eftir pöntunum í samræmi við nálægðartakmarkanir. Ekki er hægt að panta ákveðin sæti fyrirfram nema í einstaka tilvikum ef um einstaklinga með hreyfihamlanir eða hjálparbúnað er að ræða, sbr. einstaklingar sem notast við hjólastól, hækjur, göngugrind o.þ.h. Vinsamlegast látið miðasölu vita tímanlega svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir.

Sjoppan í húsinu er lokuð, en staðin erum við með söluvagn inn í sal fyrir sýningu og í hléi og seljum beint í sæti til gesta.

Öllum gestum sem og starfsfólki er skylt að vera með andlistgrímu. Gestir mæta með eigin grímu ef kostur gefst, en ef ekki þá verða grímur skaffaðar á staðnum.

Munum kurteisisbilið, virðum sóttvarnir og sýnum aðgát.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s