Miðapantanir

vinland_titill
Rokksöngleikurinn Vínland verður frumsýndur 20. febrúar

Athugið að nú er hægt að panta miða á rokksöngleikinn Vínland eftir Helga Þórsson í uppsetninga Ólafs Jens Sigurðssonar hér á heimasíðu Freyvangsleikhússins með því að smella á “Panta miða” flipann hér að ofan eða tengil með sama nafni á listanum hægra megin á síðunni undir “Síður”. Einnig er hægt að panta miða í síma: 857 5598 milli kl. 16 og 18. Utan þess tíma er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara.

Miðaverð: 2.500,- kr. Verð til nemenda HA gegn framvísun nemendaskírteinis: 2.000,- kr. Verð með hópafslætti (12 manns eða fleiri) 2.000,- kr. á mann.

Æfingaplan fyrir 27. – 29. janúar

Þriðjudagur 27. kl. 18:00: Atriði 2, 3, 4, 5 og 6 með lögum (Lentirðu í bardögum?, Vínland, Nóttin er ástsjúk, Varðlokur, Máninn hátt á himni skín, Hringahrund og Ég dansa betur en þú).
Miðvikudagur 28. kl. 18:00: Atriði 7, 8, 9, 10, 11 og 12 með lögum (Og knörrinn klýfur öldurnar, Hár þitt er svart, Byggjum turn, Við erum trylltir, Við verðum að auglýsa, Þetta er þín stund og Útihátíð).
Fimmtudagur 29. kl. 18:00: Atriði 13, 14, 15, 16, 17 og 19 með lögum (Fæðing, Þú hefur leitt mig um dimman dal, Hefndin er sæt, Síðasta nóttin og Lokalag).

Vínland hið góða

Söngleikur á heimsmælikvarða
Söngleikur á heimsmælikvarða
Nú standa æfingar á rokksöngleiknum Vínland eftir Helga Þórsson yfir af fullum krafti í Freyvangsleikhúsinu. Söngleikurinn byggir á Grænlendingasögu og Eiríkssögu rauða, þó nokkuð frjálslega sé farið með efnið. Tónlistin sem er eftir Helga og hljóðfæraleikarana er ákaflega fjölbreytt og nýtur sín vel í nýendurbættu hljóðkerfi Freyvangsleikhússins.
Mikill fjöldi ungs söngfólks hefur gengið til liðs við okkur svo þessi sýning megi verða sem glæsilegust. Auk þeirra leggja margir hönd á plóginn við búningagerð, leikmynd, hljóð o.m.fl. Að ógleymdum leikstjóranum honum Óla Jens.
Söngleikurinn byggir á fornri íslenskri arfleið þar sem við sögu koma víkingar, þrælar, skrælingjar og valkyrjur. Verkið einkennist af spennu og ástríðum þó gamansemin svífi ætíð yfir vötnum. Tónlistin er nútímaleg, kröftug og ljúf til skiptist, en umfram allt ákaflega grípandi og seiðandi undir áhrifum sem koma víða að.
Frumsýning verður föstudaginn 20. febrúar.

Æfingaplan fyrir vikuna 20. – 25. janúar

Æfingar standa til 23:00 20. – 22. janúar.
Tónlistaræfingar eru þá daga frá 17:30 – 19:00.

Þriðjudagur 20. janúar:
17:30 Tónlist, Hár þitt er svart, Við verðum að auglýsa, Þetta er þín stund, útihátíð, Fæðing.
19:00 Atriði 7
20:00 Atriði 8
20:15 Atriði 9
20:35 Atriði 10
21:35 Atriði 11
21:50 Atriði 12
22:40 Atriði 13

Miðvikudagur 21. janúar:
17:30 Tónlist, Lentirðu í bardögum, Vínland, Varðlokur, Máninn hátt á himni skín, Knörrinn klýfur öldurnar.
19:00 Atriði 3
19:30 Atriði 19
20:30 Atriði 2
21:30 Atriði 4
22:30 Atriði 6 (kannski líka 5)

Fimmtudagur 22. janúar:
17:30 Tónlist, Um dimman dal, Ég elskaði hann, Síðasta nóttin, Nóttin er, Hringahrund, Dansa betur.
19:00 Atriði 14
19:40 Atriði 15
21:00 Atriði 16
22:00 Atriði 17

Föstudagur 23. janúar:
Langþráð frí.

Laugardagur 24. janúar:
Tónlist: Tímasetningar koma síðar.

Sunnudagur 25. janúar:
17:00 Allir

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna

Freyvangsleikhúsið vill óska landsmönnum öllum árs og friðar. Við þökkum sérstaklega öllum þeim sem lagt hafa leið sína í Freyvangsleikhúsið á liðnu ári og vonumst til að sjá sem flest ykkar aftur á komandi ári. Einnig þökkum við ósérhlífið starf allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóginn í starfsemi Freyvangsleikhússins fram að þessu og hlökkum til að njóta krafta ykkar í framtíðinni.

Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt nýtt ár!

1. samlestur

Fyrsti samlestur á söng- og dansleiknum Vínland eftir Helga Þórsson verður í Freyvangi á morgun, sunnudag 23. nóvember, kl. 13:00. Allir hvattir til að mæta.

Söng- og leikprufur fyrir Vínland

Ólafur Jens og Helgi Þórsson
Ólafur Jens og Helgi Þórsson
Áheyrnarprufur. Söngvarar og leikarar óskast!
Laugardaginn 22.11. frá 13:00 – 16:00 verða opnar söngprufur fyrir söngleikinn Vínland í Freyvangi. Allir sem geta sungið og leikið eru velkomnir. Ingólfur Jóhannsson mun sitja við píanóið og spila undir lög að vali þátttakenda. Leikstjórinn, Ólafur Jens Sigurðsson, verður að sjálfsögðu á staðnum. Æfingartíminn verður í janúar og fram að frumsýningu um miðjan febrúar.

Vinland er verkefni Freyvangsleikhússins i vetur
Vínland er verkefni freyvangsleikhússins í vetur

Vínland er fjölmennur söngleikur eftir Helga Þórsson sem gerist á tímum víkinga meðal norrænna manna á Grænlandi og svo færist sögusviðið yfir til Vínlands í Ameríku. Sagan fjallar um; ástir og örlög, kristni og heiðni, víkinga og indjána, gleði og sorgir en umfram allt mennskuna sem alltaf er söm við sig í gegnum allar aldir.

Tónlistina mætti kalla því markvissa nafni popp. Allt frá hugljúfum ballöðum fyrir krúttin, upp í valsa sem henta betur fyrir öldungana. Þar á milli örlítið pönk, nett heví metal og þjóðleg stef. Tónlistin er eftir Helga og hljóðfæraleikarana.

vinland_titillYfirbragð verksins er dálítið villt. Það er að segja fantasían fær að ráða meiru en helber raunveruleiki fornaldar. Búningar verða vissulega með tilvitnun til gamalla tíma en áhersla verður lögð á glæsilegt og kynþokkafullt yfirbragð. Stuttir kjólar, bert hold, litir og glans sem allt þjónar heildarmyndinni sem er metnaðarfullt leikrit, fullt af gleði söng og dansi.

Styrktarsýning á fimmtudaginn

Jón Gunnar Benjaminsson
Jón Gunnar Benjamínsson

Freyvangsleikhúsið hefur ákveðið að efna til sérstakrar styrktarsýningar á kabarettinum “Skítt með kerfil – tökum slátur!” á fimmtudaginn 13. nóvember kl. 21:00. Allur ágóði sýningarinnar mun renna til styrktar Jóni Gunnari Benjamínssyni sem dvelur nú í Frakklandi vegna meðferðar í kjölfar slyss sem hann lenti í s.l. haust. Jón Gunnar hefur verið góður félagi í leik og starfi í Freyvangsleikhúsinu í mörg ár.
Aðgangseyrir er 1.500,- kr. Tæplega þrjúhundruð manns sáu kabarettinn um síðustu helgi og var góður rómur gerður að sýningunni. Látið ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá ykkur fara.!
THIS IS FREYVANGUR!

Jón Gunnar i Frakklandi
Jón Gunnar í Frakklandi

Takk fyrir komuna!

Freyvangsleikhúsið vill þakka þeim hundruðum gesta sem komu á sýningar á Kabarett ’08, Skítt með kerfil – tökum slátur!, kærlega fyrir komuna. Við vonum að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við og vonumst til að sjá ykkur öll aftur á sýningum á Vínlandi, sem verður verkefni vetrarins hjá Freyvangsleikhúsinu. Nánari upplýsingar um það verða birtar hér á heimasíðunni á næstunni.
Takk fyrir okkur!