Kæru félagar.
Nú fer fjörið að hefjast hjá Freyvangsleikhúsinu og það stefnir í æsispennandi vetur hjá okkur.
Fyrsta verkefnið okkar í vetur verður uppsetning á leikritinu Klaufar og kóngsdætur. Leikritið er einstaklega skemmtilegur samtíningur af ævintýrum eftir H.C. Andersen, sem er þekktur höfundur á öllum heimilum. Verkið er skrifað af þrem Ljótum hálfvitum, þeim Ármanni Guðmundssyni, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni, ásamt því að vera með tónlist eftir þá félagana.
Ármann mun einnig leikstýra uppsetningunni.
Samlestrar verða núna um helgina, laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. september, kl. 14:00 báða dagana. Verður þá lesið í gegnum leikritið málin rædd.
Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er á sviðinu eða utan þess, að láta sjá sig.
Einnig viljum við benda á að aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 9. september kl. 20:30. Allir áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.
Hlökkum til að sjá sem flesta, hvort sem er á aðalfundi eða samlestri.
Stjórn Freyvangsleikhússins
