Klaufar og kóngsdætur frumsýnt hjá Freyvangsleikhúsinu
Kæru vinir.
Nú styttist óðfluga í frumsýningu hjá okkur á fjölskyldusýningunni Klaufar og kóngsdætur. Bráðskemmtilegt verk þar sem nokkur af verkum H.C. Andersen mætast á fjölunum, og auðvitað lætur sagnasmiðurinn sjálfur sig ekki vanta.