Við kynnum kennslukonuna!

Erla

Kennslukonan í bænum kennir börnunum lestur, skrift, stærðfræði og alla mögulega hluti.  Hún er pínu ströng, en afskaplega ljúf og  góð.

Hvað heitir þú?

Erla Ruth Möller

Hvað ertu gamall/gömul?

30
Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Kennslukonuna

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Kjólinn hennar

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Já, klæddi mig upp sem Lína á öskudaginn þegar ég var 7 eða 8 ára. Blómavír í hárinu og allt.

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Námskeið í LA þegar ég var krakki, allir söngleikir VMA meðan ég var þar, og er nýkomin heim frá New York þar sem ég var í leiklistarnámi.  Svo líklega svona 20 af mínum 30 árum.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Þetta er leikrit númer 2, var áður í Emil í Kattholti fyrir 5 árum síðan.

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Sá Jesus Christ Superstar í Freyvangi þegar ég var u.m.þ.b 3 ára þegar pabbi var í því og það var eiginlega ekki aftur snúið eftir það.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Red Bull

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Apa, miklu auðveldara að ferðast með hann með sér.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Í Sjóræningjanum

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

9

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist?

Að ástæðan fyrir því að vampýrur sjást ekki í speglum er af því að í gamla daga var silvur í speglum. Svo í rauninni ættu nútíma vampírur alveg að geta speglað sig.

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Hann er reyndar ekki mjög leyndur, en ég er mjög góð í að labba á stultum.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Stór
Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi… en man ekki alltaf hvað það er.

 

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

 

Við kynnum Tomma!

Símon

Tommi, er besti vinur Línu Langsokks, ásamt Önnu systur sinni. 

Hvað heitir þú?

Símon Birgir Stefánsson

Hvað ertu gamall/gömul?

Ég er 18 ára

Hvern leikur þú í leikritinu um Línu langsokk?

Ég leik Tomma

Hvað finnst þér skemtilegast við karakterinn þinn?

Aðallega að hann sé svo mikil andstæða við karakterinn minn sem ég lék í fyrra (Gunna gæ) síðan hvað hann er ljúfur og góður en samt ákveðinn prakkari í sér.

Hefurðu heyrt sögurnar af Línu langsokk áður?

Jebbs, það hef ég þó svo að ég hafi ekki horft á Línu oft

Hvað hefur þú stundað leiklist lengi?

Ég var alltaf með í leikritinu sem skólinn minn setti upp en þar voru leikstjórarnir kennararnir í skólanum. Síðan var ég með í leikritinu sem leikfélag Menntaskólans á Akureyri setti upp vorið 2017. Og síðan tók Freyvangur við.

Hvað hefurðu lengi verið með Freyvangsleikhúsinu?

Ég var fyrst með í vor þegar við settum upp Þrek og Tár. Svo Lína Langsokkur er annað leikritið mitt í Freyvangi

Hvað fékk þig til að fara út í leiklist?

Ég hafði alltaf gaman af því að setja mig í spor annarra og vera ekki alltaf ég. Ég meina maður er maður sjálfur alla sína ævi svo það er fínt að hoppa í annan karakter stundum. Síðan er þetta líka svo gefandi starf.

Hvað borðar þú í morgunmat?

Oftast er það nú bara cheerios á heimavistinni en stundum fæ ég mér niðurskorna papriku eða kiwi með.

Hvort vildirðu eiga hest eða apa, og af hverju?

Ég myndi frekar vilja eiga apann Herra Níels því hann er bara svo krúttlegur. Og apar yfirhöfuð. Það er hægt að halda á þeim og þeir geta verið svo mannlegir.

Hvar geymir þú sjóræningjapeningana?

Tommi passar mjög vel uppá gullpeningana sem hann fær frá Línu enda eru þetta ALVÖRU gullpeningar. Hann hefur þá alltaf á sér.

Hvað hefurðu ferðast til margra landa?

Látum okkur sjá. Heldað að þau séu 13 en öll eru þau í Evrópu.

Hver er merkilegasta staðreynd sem þú veist? (Ekki bannað að skrökva smá)

Á Júpíter rignir demöntum

Hefurðu leyndan hæfileika, og hver er hann?

Nahh, enga hæfileika en ég gat talað 4 tungumál,  þegar ég var 6 ára sem er kannski ákveðinn hæfileiki.

Hvað viltu verða þegar þú verður stór?

Helst vildi ég vera bóndi en leikari hljómar alls ekkert illa heldur.

Hefurðu lært eitthvað nýtt nýlega, og hvað er það?

Já, að apar geta búið til kjötbollur

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember kl. 20 og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14.

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is.

Miðasala er hafin!

Miðasala fyrir Línu Langsokk hefur verið opnuð svo nú geta allir tryggt sér miða á þessa á þessa dásemdar sýningu.

mynd
Lína, Tommi og Anna á góðum degi.

 

Hægt er að panta miða í síma 857 5598 og á tix.is.

Miðasala í síma er opin             Mánudaga til Föstudaga frá 14-18, og Laugardaga og Sunnudaga frá 11-13.

Lína Langsokkur í Freyvangi

Hún Lína heldur uppi fjörinu á fjölum Freyvangsleikhússins og heyra má hlátrasköll berast frá sviðinu víða um sveitina. Lína og vinir hennar eru orðin aldeilis spennt að sýna sig fyrir gestum, og sérstaklega krökkunum, því það er svo ótalmargt sem Línu langar að segja þeim frá. Eins og til dæmis hvernig eigi að haga sér í kökuboðum og hvernig maður dansar skottís!

Lína verður til í slaginn föstudaginn 16. nóvember og verður þá heldur betur frumsýningarfjör og verða svo sýningar laugardaga og sunnudaga þaðan af kl. 14Pippi_4snilsson

Lína Langsokkur samlestur

Heil og sæl kæru vinir og félagar.

Næsti samlestur á Línu Langsokki verður mánudaginn 1. október kl. 18:00.

Við vonumst til að sjá sem flesta af þeim sem mættu í prufur í september, en við viljum endilega hvetja þá sem komust ekki í þær prufur að mæta líka.

Enn og aftur, þá eru allir velkomnir.

 

Hittumst heil!42505283_1700812516708931_7528267325523361792_n

Aðalfundur Freyvangsleikhússins

Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn miðvikudaginn 12. September kl 20:00 í Freyvangi.

Dagskrá:

1. Almenn aðalfundarstörf.

2. Lagabreytingar: Tvær tillögur að breytingum á lögum félagsins. Í fyrsta lagi í 4. gr. um hvenær skuli halda aðalfund en lagt er til að þau ákvæði verði felld og þess í stað sett að aðalfund skuli halda að hausti, eigi síðar en 16. September. Í öðru lagi breytingar á 5. gr. er varða kosningu í stjórn félagsins sem fela í sér að annað árið verði formaður og tveir stjórnarmenn kosnir en hitt árið tveir stjórnarmenn.

3. Önnur mál.

 

Einnig viljum við minna á að prufur fyrir leiksýningu vetrarins, Línu Langsokk, verða í Freyvangi helgina 15. – 16. September. Nánari tímasetning auglýst síðar.

 

Allir velkomnir – Sjáumst í Freyvangi!

 

Tralla hopp tralla hei trallahopp sasa!

Hér skal nú glens og gaman,

við getum spjallað saman.

Pippi_4snilsson

Gáum hvað þú getur,

vinur gettu hver ég er.

 

Heil og sæl kæru vinir og félagar!

Nú þegar haustið færist nær fer að líða að því að leikfélagið vakni úr sumardvalanum og setji sig í stellingar fyrir komandi glens og gaman vetrarins.

Veturinn verður heldur betur skemmtilegur, en sterkasta stelpa í heimi ætlar að halda uppi stuðinu í Freyvangi. En engin önnur en Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsimunda Efraímsdóttir Langsokkur, betur þekkt sem Lína Langsokkur, ætlar að stíga á stokk!

Stefnt er á að Lína verði komin í sýningarform um miðjan Nóvember og standi vaktina á fjölum Freyvangsleikhússins fram yfir áramót!

En Lína verður auðvitað ekki ein síns liðs, heldur verða ýmsir félagar hennar með henni og þess vegna verða samlestrar og prufur um miðjan September, en nánari tímasetningu auglýsum við síðar, og eins og alltaf, þá eru allir velkomnir.

Hittumst heil!

Minningarsýning Þrek og tár

Þann 6. apríl næstkomandi verður hin reglubundna Minningarsýning leikfélagsins, en þar heiðrum við þá félaga okkar sem eru fallnir frá.

Allur ágóði minningarsýninga fer í sjóð sem félagar Freyvangsleikhússins geta sótt styrki í fyrir námskeið tengd sviðslistum.

Hlökkum til að sjá sem flesta til að minnast með okkur þessa góða fólks og styrkja arfleið þeirra í leikhúsinu.

28056235_1445031728953679_7335644566260479266_n