Heil og sæl kæru leikhúsgestir!
Eins og eflaust margir, glöggir fylgendur Freyvangsleikhússins hafa tekið eftir, þá hefur heimasíðan, freyvangur.net, okkar legið niðri í þó nokkran tíma. En nú er komin ný, betrumbætt síða í loftið undir slóðinni http://www.freyvangur.is!
Á nýju síðunni okkar er margt skemmtilegt að finna, eins og ýmsar myndir úr leikhúsinu, saga leikfélagsins, lög félagsins og margt annað gott og nytsamlegt. Á næstu misserum munum við halda áfram að bæta við inn á síðuna, þá sérstaklega myndum, svo að áhugamenn geti rifjað upp gamla og góða tíma.
Ýmislegt hefur á daga okkar dregið, hér í Freyvangsleikhúsinu síðan gamla síðan lokaði. En síðasta vor settum við upp gamanleikinn Góðverkin kalla! undir leikstjórn þeirra hjóna Margrétar Sverrisdóttur og Sr. Odds Bjarna Þorkellssonar, og voru viðtökur mjög góðar.
Og síðustu vikur höfum við verið að æfa nýtt og spennandi verkefni fyrir haustmisserið, en það er Afmælissýning Freyvangsleikhússins! Núna í ár eru nefnilega 60 ár síðan fyrst var sett up leiksýning í Freyvangi, en það var leikritið Ráðskona Bakkabræðra árið 1957. Húsið ómar enn á ný af leik og söng en góður hópur eldri og yngri félaga undir styrkri stjórn Vandræðaskálda munu stíga á stokk og leiða ykkur í gegnum brot af því besta úr ýmsum sýningum. Dramatísk, fyndin, skrýtin og skemmtileg atburðarás ásamt safaríkum sögum af baksviðinu og uppákomum á sýningum.
Stefnt er að frumsýningu í byrjun nóvember, nánari dagsetning auglýst síðar.
Hlökkum til að sjá ykkur!






Hvað gerist þegar sex konur slá upp afmælisveislu á vinnutíma, engri venjulegri veislu? Flóðgáttir opnast og í gamni og alvöru, gleði og söng segja þær sögur sínar. Meðan starfsfólk saumastofunnar ýmist segir og ekki síst syngur sögur sínar bregða hinar persónur leikritsins sér í gerfi til að leika söguna sem verið er að segja hverju sinni. Inn í gamanið blandast svo umræðan um hlutverk kvenna í samfélaginu.



er. Þessi samsetning leikhópsins er e.t.v. lýsandi fyrir starfsemi Freyvangsleikhússins sem hefur haldið dampi lengur og betur en flest áhugafélög, verið listrænn farvegur fyrir bæði reynslubolta og byrjendur á leiksviði og sett upp hverja metnaðarfullu leiksýninguna á fætur annari. Freyvangsleikhúsið vílar ekki fyrir sér að ráðast í gríðarlega metnaðarfull verkefni og hefur m.a. oftlega séð Norðlendingum fyrir barna- og fjölskylduleikhúsi sem tilfinnanlega hefur skort í leikhúslíf Akureyrar.

