Klaufar og kóngsdætur – Næstu sýningar

Kæru vinir.

Um helgina frumsýndum við fjölskyldusýninguna Klaufar og kóngsdætur við frábærar undirtektir. Frumsýningin fór alveg eins og frumsýning á að fara; fullt hús, mikið hlegið, mikið klappað og allir rosalega kátir.

Sérstaklega þótti okkur skemmtilegt að sjá og heyra hvað börnin höfðu gaman af, og undir lok sýningar voru þau mörg komin dáleidd við sviðbrúnina.

Við hjá Freyvangsleikhúsinu erum bæði ánægð og stolt af sýningunni okkar. Og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest um komandi helgar.

Hægt er að panta miða í tölvupósti á netfangið freyvangur@gmail.com, í skilaboðum á Facebook síðu okkar og í síma 857-5598. Miðasalan er opin kl. 17-19 virka daga og 10-13 um helgar.

Freyvangur kongar og kongsdaetur 43-15-01

Klaufar og kóngsdætur og aðalfundur

Kæru félagar.

Nú fer fjörið að hefjast hjá Freyvangsleikhúsinu og það stefnir í æsispennandi vetur hjá okkur.

Fyrsta verkefnið okkar í vetur verður uppsetning á leikritinu Klaufar og kóngsdætur. Leikritið er einstaklega skemmtilegur samtíningur af ævintýrum eftir H.C. Andersen, sem er þekktur höfundur á öllum heimilum. Verkið er skrifað af þrem Ljótum hálfvitum, þeim Ármanni Guðmundssyni, Sævari Sigurgeirssyni og Þorgeiri Tryggvasyni, ásamt því að vera með tónlist eftir þá félagana.

Ármann mun einnig leikstýra uppsetningunni.

Samlestrar verða núna um helgina, laugardaginn 5. september og sunnudaginn 6. september, kl. 14:00 báða dagana. Verður þá lesið í gegnum leikritið málin rædd.

Við viljum hvetja alla sem hafa áhuga á að taka þátt, hvort sem er á sviðinu eða utan þess, að láta sjá sig.

Einnig viljum við benda á að aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 9. september kl. 20:30. Allir áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta, hvort sem er á aðalfundi eða samlestri.

Stjórn Freyvangsleikhússins

11246591_10207534222336585_8122461764878251442_n
Ármann og Ingólfur búnir að skrifa undir samning fyrir leikstjórn á Klaufar og Kóngsdætur

Kæru vinir.

Íbúar Anatevka kveðja leiksviðið með gleði og söknuði, en öll góð ævintýr þurfa einhvern enda að hafa.
Við þökkum fyrir frábærar viðtökur í vetur og óskum ykkur fallegs og góðs sumar.
Sjáumst svo hress og kát næsta vetur.
Takk kærlega fyrir okkur.
Mazeltov!

IMG_9417

Ljósmynd: Ármann Hinrik