Bravó, bravó Freyvangsleikhúsið

Þórgnýr Dýrfjörð kom á frumsýninguna á Fiðlaranum og skrifaði í kjölfarið þessa skemmtilegu grein um sýninguna. Þökkum við Þórgný fyrir komuna og einnig fyrir góð orð í okkar garð.
Nú er runnin upp önnur sýningarhelgi og hópurinn getur ekki beðið eftir að hittast og bjóða áhorfendum til Anatevka sem er heimabær Tevje mjólkurpósts og félaga.

Miðasala er í fullu fjöri og eitthvað aðeins eftir af miðum í síma 857-5598.

Umföllun Þórgnýs má finna hér

IMG_6644

Fiðlarinn á þakinu

Kæru vinir og félagar.

Síðastliðinn fimmtudag frumsýndum við Fiðlarann á þakinu við, vægast sagt, góðar undirtektir. Í kjölfari frumsýningar voru önnur og þriðja sýning þá helgi og var þeim ekki síður fagnað.

Aðstandendur eru kátir með afraksturinn og stoltir af sínu. Margar hendur komu saman að takast á við þetta verkefni og erum við þeim öllum þakklát fyrir sína vinnu.

Eins erum við þakklát áhorfendum. Við höfum ekki heyrt annað en að gestir okkar hafi verið mjög hrifnir og að margir vilji koma aftur, og þannig hrós er algjörlega ómetanleg.

Við hjá Freyvangsleikhúsinu erum ótrúlega stolt af þessari dásamlegu sýningu og getum ekki beðið eftir því að deila henni með ykkur.

Sýningar verða föstudags- og laugardagskvöld kl. 20. Miðapantanir í síma 857-5598 frá kl. 18-20 og kl. 17-20 sýningardaga.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Fiðlarinn á þakinu – Frumsýning í vikunni!

Það er vægast sagt kominn fiðringur í okkur, enda er frumsýning eftir aðeins tvo daga!

Þessi bráðskemmtilegi söngleikur er eitt það stærsta sem hefur verið sett upp á fjölum Freyvangsleikhússins og við getum ekki beðið eftir því að deila afrakstrinum með ykkur.

Miðasala er í fullu fjöri í síma 857-5598 virka daga á milli kl. 18-20 og 17-20 sýningardaga. Svo er auðvitað hægt að senda okkur línu á freyvangur@gmail.com og á Facebook síðu félagsins www.facebook.com/freyvangur


Hlökkum til að sjá ykkur í Freyvangi!

Augllll

Frumsýning

Kæru vinir.
Æfingar eru í fullu fjöri í Freyvangsleikhúsinu, enda fer að styttast í frumsýningu.

IMG_5671

Víðfrægi og sívinsæli stórsöngleikurinn Fiðlarinn á þakinu verður frumsýndur fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20 og verða sýningar í kjölfarið þá helgi, föstudaginn 27. febrúar kl. 20 og laugardaginn 28. febrúar kl. 20 og verða svo sýningar á föstudags- og laugardagskvöldum eftir það.

 

IMG_5636Um að gera kæru vinir að koma og heimsækja okkur í rússneska smáþorpið Anatevka, þar sem mjólkurpósturinn Tevye býr ásamt fjölskyldu sinni. Kynnist lífi lítils gyðingasamfélags, þar sem þorpsbúar lifa í föstum skorðum, mótuð af aldagömlum hefðum og siðvenjum. Sjáiðhvaða átök verða þegar æskan sýnir gömlu siðunum mótþróa og vill fá að leyfa hjartanu að ráð för.

 

Miðasala er hafin og hægt er að panta í síma 857-5598.

IMG_5703Einnig er hægt að panta með tölvupósti í netfang freyvangur@gmail.com og í skilaboðum á facebook síðu félagsins.

 

Athugið að myndir þessar eru teknar af æfingu og þar með ekki endanleg heimild, enn er verið að vinna í sviðsmynd, búningum og fleiru.
Ljósmyndari: Hjálmar Arinbjarnarson.

Fiðlarinn á þakinu

Kæru vinir!

Stefnan var tekin hátt í haust og ætlum við að frumsýna söngleikinn Fiðlarinn á þakinu seinni hluta febrúar (nánari dagsetning auglýst fljótlega).

Fiðlarinn er stórt og mikið stykki með mörgum stórum og flottum lögum og lúmskum húmor og í raun öllum tilfinningaskalanum. Nálægt 35 manns spreyta sig á fjölunum að ógleymdum þeim sem ekki sjást þar en eru ekki síður mikilvægir.

Hann Hjalli okkar kom á æfingu hjá okkur og tók nokkrar myndir, sem hægt er að skoða á Facebook síðu félagsins hér: https://www.facebook.com/freyvangur

Hlökkum til að sjá ykkur!

IMG_5607