Allt að gerast í Freyvangi!

Untitled

Við hjá Freyvangsleikhúsinu sitjum seint auðum höndum!
Í næstu viku ætlum við að hafa tvo samlestra fyrir Fiðlarinn á þakinu, hvetjum alla áhugasama að mæta. Svo helgina á eftir ætlar Karl Ágúst Úlfsson að kenna okkur helstu gripin við leikritun!

Athugið að takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðið svo það er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Skráning á freyvangur@gmail.com

Hvað getum við gert með ljósum?

1660837_597890577001136_3937885331973952392_n

Benedikt Axelsson ljósameistari mun kynna fyrir okkur lykilatriði þess að hanna lýsingu, hvernig við setjum upp ljós og meðhöndlun á tæknibúnaði.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynna sér betur hvernig ljós, lýsing og önnur leikhústækni virkar. Leikstjórar,tæknimenn, stjórnir leikfélaga og leikarinn sjálfur geta lært heilmikið sér til gagns ekki síður en þeir sem vilja vera ljósamenn.

Markmiðið námskeiðsins er að koma saman hópi af fólki sem seinna meir getur hjálpað til við ýmis tæknistörf og helst af öllu, hannað lýsingu saman eða til skiptis. Og svo auðvitað að veita sem flestum þáttakendum leikfélaga innsýn í lýsingu, hvernig hún getur haft áhrif á leikrit og gefið góða hugmynd um fjárfestingar í tæknimálum!

Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi;

  • Lykilatriðin þrjú: staðsetning, litur, styrkur.
  • Smit og endurkast, bakgrunnur.
  • Staðsetning leikara gagnvart bakgrunni, leikmynd o.fl.
  • Vinnuferlið, hugmynd, leikmynd, könnun á búnaði.
  • Atriðalisti, “að læra sýninguna”, “draumaferlið”, vikuskiptingu og tímaplan.
  • Ljósaplön, teikningar, kjúlistar ofl.
  • Upphenging, innstilling, kjúvinna.
  • Að keyra ljósin, mismunandi ljósaborð, ath innstillingar, liti o.fl.
  • Litir ljóss og þess sem það lendir á (litafræði ljóss gagnvart “additive” litum)
  • Tækin sem við notum: ljósaborð, dimmar, tengingar og ljós.
  • Tegundir ljósa, hvar notum við hvað, og hvað þarf til.
  • Svolítið um skjávarpa og óhefðbundinn ljósabúnað.

Námskeiðsgjöld verða í algjöru lágmarki, eða 6.000 kr. á haus, skráning á netfangið freyvangur@gmail.com

Fiðlarinn á þakinu í Freyvangsleikhúsinu

Kæru vinir.

Fimmtudaginn 21. ágúst mun verða haldinn samlestur hjá Freyvangsleikhúsinu kl. 20:00.

Verkefnið okkar í ár verður hinn víðfrægi söngleikur “Fiðlarinn á þakinu” undir leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Sverrisdóttur.
Það vill einmitt svo skemmtilega til að verkið er 50 ára í ár. En það var fyrst sýnt á Broadway árið 1964.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Hittumst heil.
Fiddler image_1

Emil í Kattholti um páskana.

Emil í Kattholti snýr aftur á fjalir Freyvangsleikhússins í kvöld og verður í fullu fjöri um páskana.

Svenson fjölskyldan í Kattholti og aðrir Smálendingar eru nú búin að hittast nokkrum sinnum í vikunni og rifja upp góða takta ásamt öðrum aðstandendum sýningarinnar, og má segja það ótrúlegt hvað verkið er ferskt í minni þrátt fyrir þriggja mánaða pásu frá sýningum.

Fyrsta páskasýning verður svo í kvöld kl. 20:00 og svo höldum við áfram um páskana með tvær sýningar á fimmtudag og tvær á laugardag. Og munum við þá hafa sýnt 41 sýningar af þessari stórskemmtilegu sýningu og sláum þar með okkar eigið sýningarmet. Alveg ferlega gaman þetta. 🙂

Untitled

Emil snýr aftur!

Screen shot 2014-03-17 at 7.52.55 PM

Við í Freyvangi sitjum aldrei auðum höndum lengi og erum byrjuð að undirbúa sviðið fyrir hann Emil okkar í Kattholti. Næstu tvær vikur hjá okkur verða ekkert nema gleði og hamingja á meðan við rifjum upp takta frá því í vetur.

Emil í Kattholti snýr aftur á fjalirnar miðvikudaginn 16. apríl kl. 20:00.

Frábær sýning sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér.

 

Hittumst heil í Freyvangsleikhúsinu!