Freyvangsleikhúsið setur upp Memento mori

Memento-Mori_stafirFreyvangsleikhúsið hefur ákveðið að taka upp á þeirri nýbreytni í ár að setja upp tvö leikverk í vetur ásamt kabarett. Hugsunin er sú að fyrir kabarett sé sett upp stykki sem er minna umfangs, tilraunakenndara og bjóði upp á meiri tilraunastarfsemi, sé e.t.v. listrænna. Að þessu sinni hefur leikritið Memento mori eftir Hrefnu Friðriksdóttur orðið fyrir valinu. Eftir sem áður verður kabarett á sínum stað og eftir jól er stefnt að hefðbundnari uppsettningu.

Memento mori var fumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs og Hugleik í nóvember 2004 og var valin áhugaverðasta leiksýningin á leiklistarhátíðinni Leikum núna! sem haldin var á Akureyri í júní 2005. Það var síðan valið sem framlag Íslands á NEATA-hátíðina 2006.

Í Memento mori er skyggnst inn í heim fólks sem nýtur þeirrar blessunar – eða er það bölvun? – að geta ekki dáið. Þessar ódauðlegu verur velta fyrir sér lífinu, dauðanum og ódauðleikanum, og brugðið er upp svipmyndum af fortíð þeirra. Þegar á líður koma tengsl þeirra betur í ljós og þar kemur að þær hljóta að taka afstöðu til fortíðarinnar og ódauðleikans. Leikritið er framúrstefnuleg blanda af drama og húmor, heimspekilegum hugleiðingum, rómatík og fáránleika.

Í verkinu eru 8 – 9 hlutverk, jafnt fyrir karla og konur. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru vinsamlega beðnir um að mæta í Freyvang á eftirtöldum tímum:

miðvikudag 26. ágúst kl. 20:00 – 1. samlestur

fimmtudagur 27. ágúst kl. 20:00 – 2. samlestur

laugardagur 29. ágúst kl. ? – Hlutverkaskipti og skipulag.

Fyrirhugað er að hefja æfingar mánudaginn 31. ágúst og æfa út septembermánuð. Áætluð frumsýning er föstudaginn 2. október.

Hér má lesa leikdóm um sýningu Leikfélags Kópavogs og Hugleiks

Frekari umfjöllun um leikritið má finna hér

Kærar þakkir

Eins og fram hefur komið var sýning Freyvangsleikhússins á rokksöngleiknum Vínlandi eftir Helga Þórsson í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar valin athyglisverðasta áhugaleiksýningin 2008 – 2009. Freyvangsleikhúsinu var því boðið að setja verkið upp í Þjóðleikhúsinu 12. júní s.l.

Það var rafmagnað andrúmsloft í þéttsetnum sal Þjóðleikhússins þegar sýningin hófst og leikarar stigu á stokk til að láta ljós sitt skína. Um leið og leikurinn hófs var sem allt óöryggi liði úr mannskapnum og óhætt að segja að allir hafi átt stjörnuleik þetta kvöld. Áhorfendur hlógu mikið og klöppuðu eftir hvert atriði og hvert lag. Í lokin voru það harla ánægðir leikarar og örþreyttir sem voru klappaðir tvisvar upp í Þjóðleikhúsinu þetta kvöld og gleðin fölskvalaus þegar allir áhorfendur risu sem einn maður á fætur og héldu dynjandi lófatakinu standandi áfram uns ljósin slokknuðu og leikarar drifu sig af sviðinu.

Eftir sýninguna bauð Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, hópnum upp á kampavín og gos á sviðinu og margir fremstu leiklistarfrömuða landsins, sem voru á sýningunni, hrósuðu Freyvangsleikhúsinu í hástert fyrir fagmannlega sýningu, vel unna og umfram allt ákaflega skemmtilega.  Að þessum fagnaði loknum var haldið í Þjóðleikhúskjallarann þar sem Helgi og hljóðfæraleikararnir héldu tónleika og skemmtu leikurum og gestum fram eftir nóttu.

Þess ber að geta að sýningin fékk fjórar stjörnur og mikið lof í umjöllun Morgunblaðsins mánudaginn 15. júní.

Við viljum þakka öllum sem komu að uppsetningu þessa verks kærlega fyrir samstarfið, án ykkar hefði þessi glæsilegi árangur aldrei náðst. Einnig viljum við þakka áhorfendum fyrir komuna og hlý orð í okkar garð. Svo má ekki gleyma að þakka Sigga Hall fyrir frábæran mat í Þjóðleikhúsinu.

Aukasýningar á Vínlandi!

Freydís og Óvæginn
Freydís og Óvæginn

Sýning Freyvangsleikhússins, rokksöngleikurinn Vínland, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning 2009 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Af því tilefni verða 2 aukasýningar í Freyvangi 4. og 5. júní n. k. kl. 20:00 báða dagana. Nemendum 7. til 10. bekkjar Hrafnagilskóla er boðið að koma og sjá sýninguna fimmtudaginn 4. júní. ATH. allra síðustu sýningar “hérlendis”. Á þessum sýningum, sem og í Þjóðleikhúsinu, munu Helgi og hljóðfæraleikararnir leika undir ásamt Ingólfi Jóhannssyni.

Miðasala í Freyvangi við innganginn kr. 1.500.-frítt fyrir 12 ára og yngri. Athugið að ekki eru hallandi áhorfendapallar í húsinu á sýningunum í Freyvangi, en þeim mun meiri halli er á áhorfendapöllum Þjóðleikhússins þann 12. júní á hátíðarsýningu leikhússins á VÍNLANDINU. Miðasala í Þjóðleikhúsinu á http://leikhusid.is.

Umfjöllun Þjóðleikhússins sem og umsögn dómnefndar má sjá hér.

Þökkum frábæran stuðning og góð orð í okkar garð, stjórn Freyvangsleikhússins

Vínland á leið í Þjóðleikhúsið!

vinland_titillÁ bandalagsþingi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldið var í Hlíð í Ölfusi 1. – 2. maí var tilkynnt um val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2008 – 2009 og varð sýning Freyvangsleikhússins, Vínland, fyrir valinu að þessu sinni, eins og lesa má á vef bandalagsins.

Í umsögn dómnefndar Þjóðleikhússins segir:

“Það er hreint út sagt frábær hugmynd hjá Helga Þórssyni og Freyvangsleikhúsinu að setja á svið rokksöngleik byggðan á víkinga-arfleifð okkar Íslendinga. Helgi Þórsson er aðalhugmyndasmiður þessarar sýningar, sem höfundur tónlistar, texta og útlits sýningarinnar, en er dyggilega studdur af kraftmiklum hópi leikara, tónlistarfólks og allra annarra sem til þarf að gera svona stórsýningu að veruleika. Úrvinnslan á menningararfi okkar var mátulega hátíðleg, og á köflum bráðsniðug. Stór hópur leikara kemur að sýningunni, og nýtur sín vel í söng og leik, og eru sum tónlistaratriðanna afar áhrifamikil. Er þar þáttur tónlistarstjórans, Ingólfs Jóhannssonar, ekki lítill, en tónlistarflutningur er í höndum hljómsveitarinnar Helgi og hljóðfæraleikararnir. Mikið er lagt í leikmynd og búninga og þar er ólíkum stílum stefnt saman á djarfan hátt, svo hetjur víkingatímans birtast okkur eins og þúsund ára gamlar rokkstjörnur. Frumleiki, hugmyndaauðgi og kraftur einkenna þessa skemmtilegu sýningu.”

Tilkynningu Þjóðleikhússins má lesa í heild hér.

Formaður Freyvangsleikhússins og Þjóðleikhússtjóri
Formaður Freyvangsleikhússins og Þjóðleikhússtjóri

Í dómnefnd í ár sátu Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, Vigdís Jakobsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri.

Freyvangsleikhúsið þakkar þann heiður sem því er sýndur með þessu vali og lofar að launa fyrir sig með stórkostlegri sýningu á rokksöngleiknum Vínlandi í Þjóðleikhúsinu þann 11. júní n.k.

Lokasýningar!

Stjörnusýning – föstudaginn 17. apríl.

Vegna gífurlegrar aðsóknar og fjölda áskorana hefur verið ákveðið að endurtaka Stjörnusýninguna föstudaginn 17. apríl. Helgi og hljóðfæraleikararnir munu því mæta á ný ásamt Ingólfi Jóhannssyni og spila undir sýningunni. Frábær skemmtun sem enginn má missa af.

Lokasýning – miðvikudaginn 22. apríl – síðasta vetrardag.

Lokasýning rokksöngleiksins Vínlands. Síðasti séns til að sjá þennan mergjaða söngleik sem markar ný spor í íslenskri leikhúsmenningu.

Að sjálfssögðu er hægt að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Báðar sýningar hefjast kl. 20:00.

Stjörnusýning 11. apríl

Helgi og hljóðfæraleikararnir
Helgi og hljóðfæraleikararnir

Eins og fram hefur komið verður sérstök stjörnusýning á Vínlandi laugardaginn 11. apríl. Þá mun hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir, sem samdi tónlistina í Vínlandi, koma og spila undir leikritinu og má því segja að sýningin sé í raun bæði leikhús og tónleikar.

Aðall rokksöngleiksins Vínland er tónlistin sem er allt í senn frumleg, kraftmikil, seiðandi og grípandi. Látið ekki einstakt tækifæri til að sjá Helga og hljóðfæraleikarana leika lausum hala í Freyvangsleikhúsinu laugardaginn 11. apríl.

Hver veit nema Helgi og hljóðfæraleikararnir taki aukalag eftir sýningu ef nógu vel er klappað?

Við minnum á sýningar miðvikudaginn 8. apríl og fimmtudaginn 9. apríl (skírdag)

Að sjálfssögðu er hægt að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.

Vínland – sýningartímar

Sýningar hefjast kl. 20:00 
Þorfinnur Karlsefni og Guðríður
Þorfinnur Karlsefni og Guðríður

11. sýning: föstudaginn 27. mars

12. sýning: laugardaginn 28. mars

13. sýning: föstudaginn 3. apríl

14. sýning: laugardaginn 4. apríl

15. sýning: miðvikudaginn 8. apríl

16. sýning: fimmtudaginn 9. apríl – skírdagur

17. sýning: laugardaginn 11. apríl – Stjörnusýning

18. sýning: föstudaginn 17. apríl

19. sýning: laugardaginn 18. apríl

Við minnum á að hægt er að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Fleiri myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.

Úr ummælum um leiksýninguna Vínland:

Virkilega góð sýning! Tónlistin góð og textarnir mjög skemmtilegir. Allir leikarar standa sig með einstakri prýði. Sviðsmyndin er stórkostleg og búningarnir meiriháttar og ljóst að mikið fjármagn og vinna hafa farið í undirbúning fyrir þetta verk. Það er sko alveg þess virði að sjá þetta verk.
P.S. Mér finnst nú reyndar að allir landsmenn ættu að slá til, skreppa á Norðurland og eyða helginni inn á milli fagurra fjalla, í rómantískum rjóðrum dalanna eða í kvöldroðanum við pollinn. Þar er alltaf jafn fallegt hvort sem er að vetri eða sumri. “Sjá Vínland í Freyvangi” Sjáumst í Eyjafirði!! – H. Þorbjörg Jónsdóttir

Vínland á fullum dampi

 Sýningar eru föstudaga og laugardaga kl. 20:00

Úr leikdómum um Vínland:

Vínland er athyglivert sviðsverk, listræn sýning, skemmtileg tónlist, góðir leikarar og fagmennska í fyrirrúmi. Kvöldstund í Freyvangi er ekki illa varið og ástæða til að óska Helga Þórssyni og Freyvangsleikhúsinu til hamingju með sýninguna.

Vikudagur

Það verður enginn svikin að því að eyða kvöldstund í Freyvangi og njóta þess að horfa og hlíða á Vínland, óvenjulegt og kraftmikið stykki. (Lesa alla gagnrýnina)

Landpósturinn

7. sýning: 13. marsFreydís og Tyrkir - Gunnar, Haki og Þórhallur á bakvið

8. sýning: 14. mars

9. sýning: 20. mars

10. sýning: 21. mars

11. sýning: 27. mars

12. sýning: 28. mars

Við minnum á að hægt er að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Fleiri myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.

Freydís og Tyrkir – Gunnar, Haki og Þórhallur á bakvið

Vínland – næstu sýningar

Sýningar eru föstudaga og laugardaga kl. 20:00 
Eiríkur rauði og Þórhallur veiðimaður gantast við Guðfinn prest
Eiríkur rauði og Þórhallur veiðimaður gantast við Guðfinn prest

3. sýning: 27. febrúar

4. sýning: 28. febrúar

5. sýning: 6. mars

6. sýning: 7. marsStjánasýning

7. sýning: 13. mars

8. sýning: 14. mars

9. sýning: 20. mars

10. sýning: 21. mars

11. sýning: 27 mars

12. sýning: 28. mars

Við minnum á að hægt er að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Fleiri myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.

Sýningar á Vínlandi

Þorbjörg litilvölva
Þorbjörg lítilvölva

Sýningar eru föstudaga og laugardaga kl. 20:00

3. sýning: 27. febrúar – nokkur sæti laus

4. sýning: 28. febrúar – laus sæti

5. sýning: 6. mars – laus sæti

6. sýning: 7. mars – laus sæti

7. sýning: 13. mars – laus sæti

8. sýning: 14. mars – laus sæti

Við minnum á að hægt er að panta miða hér á netinu með því að smella á “panta miða” annað hvort á flipanum hér að ofan eða hægra megin á síðunni.

Fleiri myndir úr leiksýningunni Vínland má sjá undir “Myndir” hægra megin á síðunni.