Blúndur og blásýra í Freyvangi!

Æfingar eru í fullu fjöri á fjölum Freyvangsleikhússins og verður gamanleikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannel frumsýnt í október.

Systurnar Abby og Martha búa í ættarhúsinu ásamt bróðursyni sínum sem gengur ekki heill til skógar. Þær hafa orð á sér fyrir að vera einstök gæðablóð sem vilja allt fyrir alla gera. Annar bróðusonur þeirra býr skammt frá og nýtur góðs af gestrisni systranna. Svarti sauðurinn í fjölskyldunni kemur heim með miður göfug áform og ýmis konar misskilningur kemur upp því engan grunar að systurnar hafi myrt tólf manns með eitri og grafið í kjallaranum.

Leikritið var frumsýnt á Broadway árið 1941 og var þar á fjölunum í tæp þrjú ár við miklar vinsældir og hlaut mikil lof áhorfenda. Kvikmynd eftir leikritinu kom út 1944 og hlaut einnig mikil lof. Verkið hefur þótt mjög vinsælt í íslensku leiklistarflórunni, enda bráðskemmtilegt og drepfyndið.

Frumsýnt verður upp úr miðjum október og sýningar verða í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld fram að jólum.

Miðasalan opnar 1. Október. Miðaverði verður stillt í hóf og kostar hver miði aðeins 3.500 kr. en við bjóðum líka upp á frábær hópatilboð.

Blúndur og blásýra í Freyvangi

Kæru vinir og félagar.

Haustverkefni Freyvangsleikhússins er leikritið Blúndur og blásýra í leikstjórn Völu Fannel. Stefnt er að frumsýningu upp úr miðjum október og að sýnt verði fram að áramótum.

Við viljum bjóða öllum sem hafa áhuga á að leika í verkinu að mæta á samlestur helgina 24. og 25. ágúst kl. 14:00.

Þeir sem hafa áhuga á að vinna með okkur án þess að leika á sviði er velkomið að láta sjá sig í og kynna sig eða senda skilaboð á facebook síðunni okkar láta vita af sér.

Hittumst heil!

Leikárið að byrja

Heil og sæl kæru vinir og félagar.

Þó svo að sumar sé ekki alveg búið enn þá styttist í haustið og stjórn Freyvangsleikhússins er hefur hafið störf sín við að undirbúa komandi leikár.

Það er spennandi vetur í kortunum hjá okkur og auglýsum við frekar verkefni haustsins á komandi dögum. Fylgist vel með kæru félagar, og fyrir áhugasama væri alls ekki galið að taka frá helgina 24. – 25. ágúst.    67-675603_black-and-white-smiling-clipart-content-face-winky

Við minnum á handritasamkeppina okkar, en skilafrestur er til 10. október svo það er enn tími til að setjast við skrif.

Keppnin er opin öllum en eingöngu er tekið við frumsömdum handritum að verkum í fullri lengd. Handritum skal skilað útprentuðum og undir dulnefni til að gæta að algjöru hlutleysi. Alvöru nafn og símanúmer höfundar skal skilað með handritinu í lokuðu umslagi.

Verkið sem verður fyrir valinu verður sett á svið á árinu 2020.

59129496_2339307043011278_5245850133093941248_n

Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.

 

Handritasamkeppni Freyvangsleikhússins

Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur í Freyvangsleikhúsinu, en nú höldum við opna handritasamkeppni!

Verkið sem verður fyrir valinu verður sett á svið á árinu 2020.

Keppnin er opin öllum en eingöngu er tekið við frumsömdum handritum að verkum í fullri lengd. Handritum skal skilað útprentuðum og undir dulnefni til að gæta að algjöru hlutleysi. Alvöru nafn og símanúmer höfundar skal skilað með handritinu í lokuðu umslagi.

Handritum skal skilað til stjórnar Freyvangsleikhússins fyrir 10. október 2019.

59129496_2339307043011278_5245850133093941248_n

Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.

Gaman saman!

Freyvangsleikhúsið og Leikfélag Hörgdæla taka höndum saman og bjóða til sælkera stuttverkaveislu föstudagskvöldið 22. mars og laugardagskvöldið 23. mars í Freyvangi.

Sýningar hefjast kl 20:00 og verða eingöngu þessar tvær sýningar.

Verkin sem sýnd verða eru sambland af glensi og gleði, hádramatík og fúlustu alvöru og eru skrifuð, leikin og leikstýrð af meðlimum þessa tveggja farsælu leikfélaga sem sameina hér krafta sína í fyrsta skipti.

Ekki láta þessa skemmtun framhjá þér fara, þetta getur ekki orðið annað en sögulegt.

Miðapantanir í síma 857 5598 á milli kl. 10-14 alla virka daga, og í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.

Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn aðeins 2.000 kr.

Verið velkomin í Freyvang og höfum gaman saman.Untitled

Minningarsýning Freyvangsleikhússins

Þann 2. febrúar næstkomandi verður hin reglubundna Minningarsýning leikfélagsins, en þar heiðrum við þá félaga okkar sem eru fallnir frá.

Allur ágóði minningarsýninga fer í sjóð sem félagar Freyvangsleikhússins geta sótt styrki í fyrir námskeið tengd sviðslistum.

Hlökkum til að sjá sem flesta til að minnast með okkur þessa góða fólks og styrkja arfleið þeirra í leikhúsinu.

Athugið að sýningum á Línu Langsokki fer fækkandi.

Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 kl. 14-18 alla virka daga og 11-13 um helgar. 

 

cropped-forsc3adc3b0a-c3a1n-lc3b3gc3b3a.jpg

Lína Langsokkur um jólin

Lína Langsokkur ætlar að halda jólin hátíðleg og verður með sýningu þann 27. Desember kl 17!

Nýttu tækifærið og fáðu gjafabréf á rafrænu formi hjá okkur til að setja í jólapakkann!

Sýningar verða einnig í janúar!

Gjafabréfin má nýta á Línu sýningu að eigin vali, líka eftir áramót.

Sala á gjafakortum í síma 857-5598 eða í tölvupósti á freyvangur@gmail.com.

Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 14 – 18.

47500367_775190832826925_1145819020268666880_n

Frábær frumsýning að baki.

 

Kæru vinir og félagar.

Síðastliðinn föstudag frumsýndum við Línu Langsokk við alveg hreint frábærar viðtökur.

Mikil gleði var í húsinu, hjá hópnum okkar sem og áhorfendum. Eftir 7 vikna æfingaferli með yndislegum hóp er þetta stórskemmtilega og bráðfallega leikrit loksins komið í sýningu og er fólkið okkar, á sviði og utan, uppfullt af ást, hamingju og þakklæti til áhorfenda, en það er mikil gleði að fá að deila afrakstri síðustu vikna með almenningi.

Allar þrjár sýningar um helgina voru alveg uppseldar en yfir 300 manns hafa nú séð Línu á sviðinu okkar og er næsta helgi hér um bil uppseld! Ríkir því mikil tilhlökkun í hópnum til að deila gleðinni með ykkur hinum.

Takk fyrir kærlega fyrir okkur.

Hlökkum til að sjá þig og þína í leikhúsinu.

46331808_10157976209819829_6031959676613033984_o
Mynd tekin á frumsýningu

46457952_10157976209804829_1874778865658757120_o
Kát eftir frumsýningu

46451773_10157976209924829_1836598805420572672_o
Leikstjórinn knúsaður